Þekkingarmiðstöð Abler
Æfingar fyrir knattspyrnufólk

Fáðu aðgang að æfingum fyrir knattspyrnufólk á öllum getustigum
Við hjá Abler höfum sett saman gagnagrunn þar sem finna má knattæfingar sem henta ungu knattspyrnufólki á öllum getustigum. Hér að neðan má finna hlekki á spilunarlista sem innihalda mismunandi gerðir af æfingum.
Þessar æfingar má nýta á skipulögðum æfingatíma en ekki síður til að setja leikmönnum fyrir ef þeir vilja þróa knattleikni sína á sínum eigin tíma. Eina sem þarf er bolti og nokkrar keilur (en auðvitað má nota vettlinga, húfur eða annað tilfallandi í staðinn) og viljinn til að bæta sig!
Spilunarlistar sem innihalda allar æfingarnar má nálgast hér að neðan:
✅Æfingar í knattraki: Rekja fram hjá keilum
Við höfum líka tekið saman upphitunar, styrktar- og teygjuæfingar sem henta öllu íþróttafólki, og ekki síst ungum knattspyrnuiðkendum. Þann æfingabanka má nálgast hér.